Rakstur eða sykurvax?

Ímyndaðu þér heilt sumar án þess að þurfa að hafa áhyggjur af háreyðingu

Margar tökum við sköfuna fram þegar við þurfum að losna við hár. Það er auðveld og fljótleg leið til að losna við hárin. En er það auðveldasta og fljótlegasta leiðin? Lestu nánar hér og kynntu þér kosti og ókosti við rakstur annars vegar og sykurvax hins vegar.

Hvernig notar þú tímann þinn?

Þó okkur finnist það ekki alveg í augnablikinu er sumarið handan við hornið – og vonandi líka hlýtt og gott veður. En ef þú ert eins og flestir aðrir, hugsar þú ekki um að sumarið sé á leiðinni heldur tekur eftir því daginn sem hlýnar í veðri.

Við erum margar sem þurfum að snyrta líkamshárin. Og þegar sumarið kemur aftan að okkur – þá er auðveldast og fljótlegast að fjarlægja hárin með því að grípa til sköfunnar.

En er skafan fljótlegasta og auðveldasta leiðin til að losna við hárin?

Þegar þú rakar þig

Þegar þú rakar þig, skerðu hárið í sundur við yfirborð húðarinnar. Þess vegna vaxa hárin fljótt aftur og þú þarft að meðaltali að raka þig annan hvern dag til að halda broddunum í skefjum og viðhalda mjúkri áferð.

Margir teja að hárin verði grófari við rakstur – það er ekki rétt. Hárið sem vex eftir rakstur er grófara viðkomu vegna þess að það var skorið af.

Rakstur er auðveldur og einfaldur í framkvæmd. Það er auðvelt og fljótlegt að raka sig í baðinu. En það þarf að viðhalda árangrinum u.þ.b. annan hvern dag, því að hárin eru þegar farin að vaxa tveimur dögum eftir rakstur. Sumir segja að rakstur dugi ekki nema einn dag áður en maður finnur fyrir broddunum.

Rakstur er sársaukalaus – nema þú skerir þig. Ökklarnir eru sérstaklega í hættu og þú gætir fengið ljót ör.

„Það tekur u.þ.b.  einn klukkutíma og 15 mínútur á mánuði að raka sig reglulega.“

Sugaring

Með Sugaring kippir þú hárunum upp með rót. Þess vegna líður líka lengri tími áður en þau vaxa aftur (allt að 4-6 vikur). Þegar þau vaxa upp, eru það mjúk ný hár sem eru ekki eins og broddar viðkomu. Svo þú heldur mjúkri áferð í langan tíma og sleppur við að hugsa um háreyðingu í daglegu lífi.

Sugaring virðist umfangsmeiri meðferð – einkum af því að hún tekur meiri tíma í hvert skipti. Það tekur u.þ.b. 30-45 mínútur að meðhöndla allan líkamann (gæti tekið lengri tíma í fyrsta sinn).

Sugaring fer vel með húðina því það er vatnsleysanlegt og festist því aðeins á dauðar húðfrumur og hár. Það er einnig betra fyrir húðina því að hún fær frið í lengri tíma en þegar þú rakar þig að staðaldri.

Aðferðin við að nota Sugaring krefst svolítillar æfingar en þegar þú kannt hana er hún ennþá fljótlegri – einkum af því að þú getur tekið fyrir stór svæði í einu.

Notkun Sugaring er sársaukafull – en hún er þó mun sársaukaminni en venjuleg vaxmeðferð af því að þú kippir hárunum af í sömu átt og þau vaxa en ekki gegn henni. Það er einkum sárt í fyrsta skipti eða ef þú hefur ekki notað Sugaring í langan tíma og þarft að byrja upp á nýtt. En sársaukinn verður töluvert minni ef þú notar Sugaring að jafnaði.

Þú þarft aðeins að nota Sugaring einu sinni í mánuði. Þessi eina meðferð tekur svolítinn tíma en hins vegar sleppurðu þá við að hugsa um háreyðingu í langan tíma. En þá þarftu að byrja tímanlega því að þú mátt búast við að hárin komi fljótar aftur eftir fyrstu og aðra meðferð.

Í stuttu máli sagt – kostir og gallar

Ef þú byrjar strax að nota Sugaring, þarftu aðeins að viðhalda árangrinum fram á sumar. Þú sleppur við að berjast daglega við broddana.

Þá þarftu að taka frá tíma fyrir sjálfa þig en þegar þú ert búin að því hefurðu meiri tíma aflögu í daglegu lífi.  Þú getur farið í þriggja vikna frí án þess að hafa áhyggjur af líkamshárum.

Ef þú rakar þig er það auðveld lausn. Það er einfalt og fljótlegt að raka sig í baði. Hins vegar þarf að gera það oft. Það fer illa með húðina og þú nærð ekki jafn mjúkri áferð og með Sugaring.

Ímyndaðu þér sumar án hárbrodda

Ef þú byrjar snemma vors að nota Sugaring þarftu aðeins að hugsa um að viðhalda árangrinum í örfá skipti fram á sumar – og þá áttu 30-45 mínútur aflögu á mánuði.