SUGARING HÁREYÐING MEÐ SPAÐA
Umhverfisvottuð og árangursrík háreyðing með sykurvaxi fyrir allan líkamann
Hentar sérstaklega vel fyrir handarkrika, andlit og nárasvæði
Árangur varir í u.þ.b. 4 vikur
VINSÆLUSTU SPAÐA VÖRURNAR
HVAÐ ER SUGARING?
HEVI Sugaring fjarlægir líkamshár á auðveldlega hátt með góðum árangri. Öfugt við aðrar vaxvörur er hárunum kippt út í sömu átt og þau vaxa.
Þannig verður háreyðingin sársaukaminni en jafnframt árangursríkari og hún endist betur.
Sykurvax er sérstaklega heppilegur og mildur valkostur í staðinn fyrir rakstur, sterk háreyðingarkrem eða hefðbundna vaxmeðferð.
Allar vörurnar okkar eru umhverfisvottaðar og ofnæmisprófaðar.
1
Hitað í HEVI hitara, örbylgjuofni eða vatnsbaði
2
Borið á GEGN vaxtarátt hársins
3
Strimill dreginn Í vaxtarátt hársins
AUÐVELT AÐ NOTA SYKURVAXIÐ OKKAR
Það getur verið erfitt að vita hvað er best að kaupa þegar þú vilt prófa eitthvað nýtt. Mjög auðvelt er að nota Spaða-Sugaring og hagstætt að kaupa byrjunarpakkann.
Apata-Sugaring er hægt að nota fyrir allan líkamann og hentar mjög vel fyrir minni svæðin, eins og t.d. handakrika, andlit og nára.
HORFIÐ Á VIVI FJARLÆGJA HÁR Í HANDAKRIKA Á INNAN VIÐ 2 MÍNÚTUM
Notaðu sykur með spaða og dragðu síðan hárið af með strimlum.
Hárið er fjarlægt með rótinni, þannig að þú færð flottan og endingargóðan árangur í u.þ.b. 4 vikur.
HITUN
Sugaring má hita í HEVI hitara, örbylgjuofni eða vatnsbaði.
HEVI hitarinn tryggir að sykurvaxið sé mátulega heitt
og passlega þykkt meðan á meðferð stendur.
Sykurvaxið á að vera 45-50 gráðu heitt.
Athugið hitastigið alltaf fyrir notkun því það má ekki brenna húðina.
HÁREYÐING Á FÓTLEGGJUM OG BAKI
Ef þú vilt fjarlægja hár t.d. af fótleggjum mælum við með roll on Sugaring þannig að þú getir dreift hratt og auðveldlega úr sykurvaxinu á stærri svæði. Sugaring má einnig bera á með spaða en roll on er fljótlegra í notkun.
Veldu þér byrjunarpakka með bæði spaða og roll on ef þú vilt taka þetta alla leið.
EF ÞÚ NOTAR PÚÐUR FYRIR MEÐHÖNDLUN VERÐUR ÚTKOMAN BETRI
Það er mikilvægt að húðin sé alveg þurr þegar þú ætlar að fjarlægja hár með sykurvaxi, því að annars festist það ekki. Það á einkum við í handarkrikum og á nárasvæði þar sem eðlilega er meiri raki.
Púðrið sér til þess að húðin sé alveg þurr og tryggir þér betri útkomu.
HÁREYÐING Á NÁRASVÆÐI ÁN SÝKINGA
HEVI Sugaring hentar fullkomlega til að fjarlægja hár af viðkvæmri húðinni á nárasvæðinu. Háreyðing með Sugaring og eftirmeðhöndlun með sérhönnuðu húðvörunum okkar tryggja flotta útkomu, engar rauðar bólur eða inngróin hár.
LeiðbeiningarSVONA HIRÐIR ÞÚ UM HÚÐINA EFTIR HÁREYÐINGU
Eftir háreyðingu þegar hárin eru fjarlægð með rót er mikilvægt að annast húðina vel.
Við mælum með að bera Aloe Vera á húðina strax eftir háreyðingu. Aloe Vera kælir húðina og róar hana og er jafnframt bólgueyðandi en það er mjög mikilvægt því það kemur í veg fyrir að bakteríur komist niður í hársekkinn.
Hægt er að komast hjá inngrónum hárum og sýkingum með því að fjarlægja dauðar húðfrumur með Sugar Scrub og veita húðinni raka með Body Balm.
Hér geturðu lesið nánar um hvernig þú kemst hjá inngrónum hárum.