Ég hvet alla til að reyna að láta drauma sína rætast.

Í þessu ferli hef ég lært svo margt sjálf og útkoman er mildari aðferð við háreyðingu sem margir vita ekki af.

Ég heiti Vivi Truelsen og er stofnandi Hevi Sugaring í Danmörku. Ég fór sjálf í sykurvax-háreyðingu í fyrsta sinn 2011, á snyrtistofu. Ég varð mjög hrifin af þessari vaxmeðferð. Hún var sársaukaminni og útkoman var betri en með öðrum meðferðum sem ég hafði áður reynt. Ég vildi kaupa svona sykurvax-meðferð og taka með mér heim. En mér sem einstaklingi stóð það ekki til boða.

Ef þú vilt nota Sugaring heima eða á snyrtistofunni þinni – þá getur þú það núna!

Áður voru svona sykurvax-efni eingöngu í boði fyrir snyrtistofur og snyrtisérfræðinga sem höfðu farið á sérstök námskeið. Þau veittu snyrtistofum einkaleyfi til að kaupa Sugaring háreyðingarvörur. En ég var komin á bragðið og fór sjálf af stað.

Ég bræddi sykur, bræddi aftur og prófaði aftur og betrumbætti. Ég gerði tilraunir með sykursuðu í tvö ár. Ég leitaði ráða hjá snyrtisérfræðingum og snyrtistofum.

Nú er ég komin með sykurvax sem ég er virkilega stolt af. HEVI Sugaring er bæði afar umhverfisvænt og fyrsta og eina háreyðingarvaran sem er svansmerkt og viðurkennd af Asthma Allergy Nordic og ECOCERT. Umhverfisvænna getur það ekki orðið.

Hevi Sugaring sykurvax
Hevi Sugaring sykurvax
Hevi Sugaring sykurvax í notkun
Svæði sem er gott að nota Hevi sykurvax
Nota Hevi sykurvaxið í armakrika

HEVI Sugaring - Líkami 600g

6.600 kr
Skoða
Hevi - Sugar Scrub
Hevi - Sugar Scrub
Sugar Scrub í notkun

Pure Benefit - Luxus Sugar Scrub 200g

4.190 kr
Skoða