Almennir skilmálar

Skilmálar
Eftirfarandi skilmálar gilda um kaup á vöru eða þjónustu á vefnum hevi.is. Skilmálarnir, sem samþykktir eru með staðfestingu á kaupum, eru grunnurinn að viðskiptunum. Um öll þau kaup og viðskipti sem koma til með að eiga sér stað fyrir milligöngu hevi.is gilda þau landslög sem eiga við hverju sinni.

Kaupandi, samkvæmt skilmálum þessum, er einstaklingur sem kaupir vöru eða þjónustu fyrir milligöngu hevi.is.
Seljandi, samkvæmt skilmálum þessum, er sá aðili sem selur þá vöru eða þjónustu sem um ræðir fyrir milligöngu hevi.is.
Hevi ehf, heimilisfangið Fákafen 11, 108 Reykjavík. Kennitala félagsins er 690321-0250, VSK - 140826 og sími 578 1900/6181210.
Öll verð á hevi.is og útsendum póstum eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur.

Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

Verslunarskilmálar

Með því að eiga viðskipti í gegnum hevi.is og staðfesta skilmála þessa með slíkum kaupum, skuldbindur kaupandi sig til að kaupa ávísun á vöru eða þjónustu sem hann síðan framvísar til seljanda. Kaupsamningur eða kvittun fyrir kaupum er send með tölvupósti til kaupanda þegar greiðsla hefur borist til hevi.is.

Upplýsingar um vöru eða þjónustu á síðu hevi.is eru settar fram í samræmi við fyrirliggjandi gögn og upplýsingar frá seljanda og ber seljandi alla ábyrgð á gæðum vörunnar eða þjónustunnar.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað.

Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað.

Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru verður gefin út inneignarnóta eftir að varan er móttekin. Inneignarnótan er í formi kóða sem er notaður hér á síðunni þegar verslað er og gildir í eitt ár frá útgáfudegi. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.
 
Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Vinsamlegast hafið samband við hevi.is með spurningar.

Gölluð vara
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir. Eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.

Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.