Ummæli

Camilla

Snildar vörur sem auðvelt er að vinna með og handhægar í notkun. Svo þægilegt að geta gert þetta heima án mikils kostnaðar og fyrirhafnar. Elska líka sykurskrúbbinn frá þeim sem skilur húðina eftir silkimjúka. Ekki skemmir heldur fyrir hvað þær eru umhverfisvænar og gerðar einungis úr nátturulegum efnum.

Lovísa Rut

Mig langar svo mikið að mæla með Hevi Sugaring fyrir alla. Það hefur alltaf verið kvöl og pína fyrir mig að fara í vax og svo er það takmarkað hvað maður nennir að raka sig annan hvern dag. Það kom mér verulega á óvart hvað þetta er sársaukalaus meðferð til að fjarlægja hárin, maður verður silkimjúkur og þetta endist í góðan tíma þar til maður endurtekur meðferðina.
Ég er með mjög viðkvæma húð og hefur þetta hentað virkilega vel fyrir mig, engin útbrot né þurrkur. Hef verið að nota Bodysugaring, Sugar Scrub og Aloe Vera gelið og það fær mín bestu meðmæli.