Leiðbeiningar um háreyðingu á nárasvæði

Leiðbeiningar um háreyðingu á nárasvæði

Margir kjósa að láta fjarlægja hár á nárasvæði á snyrtistofu en þú getur líka vel gert það sjálf með sykurvaxi og það er alls ekki svo erfitt.

Best er að nota Spaða Sugaring til að fjarlægja hár á nárasvæði. Sykurvaxið okkar hentar fullkomlega á húðina á þessu viðkvæma svæði. Sykurvaxið er umhverfisvottað og mjög þægilegt til að fjarlægja hár án þess að eiga á hættu að erta húðina og fá ofnæmisviðbrögð.

Húðin á nárasvæðinu er viðkvæmari en t.d. á fótleggjunum og þar af leiðandi verður háreyðingin þar líka sársaukameiri í upphafi. Því oftar sem þú hefur fjarlægt hárin, því minna finnur þú til. Ef þú hefur ekki áður notað sykurvax eða vax til að eyða hárum á þessu svæði, mælum við með að þú takir lítið svæði fyrir í einu. Þá finnur þú minna fyrir því.

Hvernig klippingu viltu? 

Hvort sem þú vilt fjarlægja öll hárin og fá þér „brasilískt“ eða aðeins losna við hluta þeirra þá er aðferðin sú sama og árangurinn eins. Þú verður hárlaus í u.þ.b. 4 vikur og lítil hætta á sýkingum eða inngrónum hárum.

Til að ná sem bestum árangri þurfa hárin að vera u.þ.b. 5 mm löng. Ef hárin eru lengri en 1 cm borgar sig að stytta þau fyrst. Þú skalt ekki fara í bað rétt fyrir meðferð því það er mikilvægt að húðin sé alveg þurr. Til að tryggja það skaltu nota púðrið okkar sem dregur í sig náttúrulegan rakann á þessu svæði. Ef húðin er of rök getur sykurvaxið ekki loðað við húðina og þar af leiðandi fara ekki öll hárin af. Það er gott að nota Sugar Scrub á svæðið daginn áður svo að öll hárin lyftist upp af húðinni og séu tilbúin fyrir meðferðina.

Háreyðing á nárasvæði – skref fyrir skref

Hitaðu sykurvaxið í örbylgjuofni eða í HEVI hitara þar til það er orðið 45-50 gráðu heitt. Við mælum með að þú notir lítinn spaða sem er í hentugri stærð fyrir þetta svæði. Ávallt á að smyrja Sugaring á móti vaxtarátt hársins og kippa því af í gagnstæða átt – sömu átt og hárið vex. Þannig næst besti árangurinn því að öll hárrótin fylgir með. Það er einnig sársaukaminna en að nota venjulegt vax. Byrjaðu alltaf á að nota púður svo að svæðið sé alveg þurrt.

Háreyðing meðfram bikinilínunni

Vaxtarátt hársins í náranum meðfram bikinilínunni fylgir buxnakantinum svo að hér skaltu smyrja sykurvaxinu neðan frá rassinum og upp eftir lærinu og síðan kippirðu strimlinum af í snöggum rykk niður á við. Mundu að kippa strimlinum meðfram húðinni en ekki útfrá líkamanum því það gæti valdið litlum marblettum.

Háreyðing á Venusarhæðinni

Hér vaxa hárin í áttina að snípnum svo að þú skalt smyrja sykurvaxinu frá miðjunni (snípnum) og út á við og kippa hárunum af í sömu átt og hárin vaxa  (utanfrá og inn að miðju). Ef þú vilt ekki fjarlægja allt hár af Venusarhæðinni, þá byrjar þú einfaldlega þar sem þú vilt losna við hárin.

Haltu húðinni alltaf strekktri með gagnstæðri hendi þegar þú berð sykurvaxið á og þegar þú kippir hárunum af.

Háreyðing af skapabörmum

Þegar þú fjarlægir hárin af ytri skapabörmum skaltu strekkja barminn upp á við. Þú gerir það þannig að þú heldur innri skapabörmum til hliðar með löngutöng, baugfingri og litla fingri og notar vísifingur og þumalfingur sömu handar til að strekkja húðina upp á við. Smurðu sykurvaxinu á skapabarminn í átt frá píkunni að maganum (hér þarf ekki að huga sérstaklega að vaxtarátt hársins). Leggðu strimilinn á og kipptu honum af á meðan þú heldur húðinni vel strekktri með gagnstæðri hendi. Mundu að kippa niður á við en ekki út frá líkamanum. Þú getur klippt strimilinn í sundur ef þú telur að það sé auðveldara að hafa minni strimil. Þú getur líka notað spegil ef þú átt erfitt með að sjá til. Eftir háreyðinguna geturðu fjarlægt leifar af sykurvaxi með volgu vatni.

Eftirmeðferð

Eftir háreyðingu með sykurvaxi er mikilvægt að hirða húðina vel til að tryggja fallegan og langvarandi árangur án sýkinga og inngróinna hára.

Mjög margar konur lenda í því að fá rauðar bólur og sýkingu í hársekki í tengslum við háreyðingu á kynfærum en þú getur að sjálfsögðu komist hjá því með réttri umhirðu húðarinnar. Með því að velja Sugaring dregur þú strax úr áhættunni því að hárinu er kippt úr með rót og það ertir ekki húðina eins og til dæmis rakstur. Síðan þarf að gefa raka, skrúbba og sýklaverja húðina og til þess höfum við þróað Pure Benefit línuna sem einnig er umhverfisvottuð, Svansmerkt og ofnæmisprófuð.

Fyrsta skref eftir meðferðina

Fyrst eftir háreyðinguna er húðin rauð og hársekkirnir standa allir opnir. Því skaltu bera Aloe Vera Gelið okkar á húðina, það virkar kælandi og róandi og ver húðina einnig gegn sýklum.

Fyrstu tvo sólarhringana ættirðu að forðast að vera í mjög þröngum fötum, sleppa sundferðum, kynlífi, líkamsrækt o.s.frv. því það er mikilvægt að halda svæðinu sýklalausu á meðan hársekkirnir eru opnir og móttækilegir.

Dagleg umhirða húðarinnar

Rétt eins og þú hirðir um húðina á öðrum svæðum líkamans er líka mikilvægt að hirða hana á nárasvæðinu svo að þú komist hjá sýkingum og inngrónum hárum.

Þú gerir það með því að skrúbba húðina 3-4 sinnum í viku með Sugar Scrub. Sykurkornin fjarlægja dauðar húðfrumur á þægilegan og árangursríkan hátt og sjá til þess að hárin festist ekki undir húðinni. Sugar Scrub inniheldur auk þess kókos- og jojobaolíur sem gefa húðinni raka og halda henni mjúkri.

Það þarf að gefa húðinni raka daglega svo að fíngerðu nýju hárin eigi auðveldara með að komast gegnum hana.  Body Balm inniheldur Macadamia-olíu sem gefur húðinni mikinn raka, styrkir hana og viðheldur náttúrulegri húðfitu (sebum) hennar sjálfrar. Panthenol gefur húðinni djúpan raka og er græðandi og róandi ásamt aloe veranu.

Með nægum raka og skrúbbi verður árangurinn fallegur, hárlaus húð, laus við rauðar bólur og inngróin hár.

Kauptu Sugaring og húðvörur fyrir háreyðingu á nárasvæði hér.