Svona kemstu hjá inngrónum hárum
Flestar dreymir okkur um að hafa silkimjúka og slétta húð. Því miður er hún ekki alltaf þannig í raunveruleikanum. Lestu nánar hér um hvernig þú getur losnað við hvimleið inngróin hár.
Þreytt á inngrónum hárum?
Eitt er að fjarlægja hár með Sugaring og finna hve húðin verður mjúk og slétt á eftir. Annað er að komast hjá hvimleiðum kláða og ljótum bólum sem oft koma í ljós vegna inngróinna hára.
Hvers vegna koma inngróin hár?
Inngróið hár er hár sem ekki tekst að brjótast gegnum húðfrumurnar. Þess vegna verður hárið undir yfirborði húðarinnar og heldur áfram að vaxa þar. Það veldur hvimleiðum kláða og bólum og getur í sumum tilvikum valdið sýkingu.
Inngróin hár eru einfaldlega ótrúlega pirrandi og ekki sérlega falleg.
Hvernig kemstu hjá inngrónum hárum?
- Raki, raki og raki. Það er mikilvægt að mýkja húðina með húðkremi. Á hverjum degi. Því það er auðveldara fyrir hárin að vaxa út um mjúka húð en þurra og harða. Þegar þú notar Sugaring eru það ný og mjúk hár sem eru að vaxa og það getur verið erfitt fyrir þau að komast í gegn. Þú hjálpar hárunum með því að gefa húðinni raka á hverjum degi. Þess vegna þróuðum við Pure Benefit Luxurious Bodybalm sem þú getur lesið nánar um hér.
- Skrúbb fjarlægir dauðu húðfrumurnar sem hindra að nýju hárin komist upp úr yfirborði húðarinnar. Þegar þú fjarlægir hár með Sugaring geturðu skrúbbað húðina strax daginn eftir að þú notaðir það, og í sumum tilvikum er nauðsynlegt að byrja svo snemma eftir meðferð. Þú ættir að skrúbba húðina 3-4 sinnum á viku, venja þig á það þegar þú ferð í bað. Pure Benefit Luxurious Sugar Scrub er séraklega þróað í þessu markmiði, þú getur lesið nánar um það hér.
- Þótt þú farir eftir ofansögðu gætirðu samt lent í að fá inngróin hár – en miklu færri en ef þú notar ekki húðkrem og skrúbb. Ef þú vilt losna við þau, geturðu notað sótthreinsaða flísatöng og plokkað þau fram.
Húðin verður ekki mjúk af sjálfu sér …
En þú hjálpar húðinni vel áleiðis með ofantöldum ráðum. Og því oftar sem þú notar Sugaring – því færri hár koma fram og því færri hár verða inngróin.