Hevi Sugaring - Lúxuspakki
Hevi Sugaring - Lúxuspakki
Hevi Sugaring - Lúxuspakki
Hevi Roll on Sugaring

Hevi Sugaring - Lúxuspakki

29.900 kr

Hér færðu bæði Roll On hitara/hylki og HEVI Sugaring hitara og body Sugaring í einum pakka.

Roll On Sugaring er notað á stóru líkamssvæðin, til dæmis fætur og bak.
Body Sugaring er dreift með spaða og er notað fyrir smærri líkamssvæðin, til dæmis handarkrika, andlit og nárann. HEVI hitari tryggir ákjósanlegasta hitastig og stöðugleika meðan á meðferðinni stendur.

Að auki færðu dýrindis Pure Benefit Series vörur, þannig að húð þín fær bestu umönnun eftir að hárin hafa verið fjarlægð.

Inniheldur

1 stk. Roll On hitara
2 stk. Roll On hylki 150 gr.  
1 stk. HEVI hitara fyrir 600 gr. 
1 stk. Body Sugaring 600 gr. 
10 stk. Spaðar 
100 stk. strimlar 
1 stk. Púður 50 gr. 
1 stk. Aloe Vera 150 ml.
1 stk. Pure Benefit Sugar Scrub 200 gr.
1 stk. Pure Benefit Body Balm 250 ml.

Lýsing

Umhverfisvænt sykurvax – árangursrík háreyðing með Sugaring

HEVI Sugaring fjarlægir hárin á varfærinn og árangursríkan hátt og hentar því sérstaklega vel á viðkvæma húð á nárasvæðinu. Öfugt við aðrar vaxmeðferðir eru hárin fjarlægð með sykurvaxi í sömu átt og þau vaxa. Háreyðingin verður þannig sársaukaminni, betri og fallegri  því að hárin eru fjarlægð með rót og þau brotna ekki.

Sykurvax er sérstaklega heppilegur og mildur valkostur í staðinn fyrir rakstur, sterk háreyðingarkrem eða hefðbundna vaxmeðferð.

Afhending / Heimsending - Stór-höfuðborgarsvæðið auk Kjalarness

Við sendum á það heimilisfang sem þú gefur upp við skráningu. Ekið er með sendinguna heim innan 48 tíma frá pöntun. Flutningskostnaður: 1.000 kr. ef keypt er fyrir 5000 kr. eða minna. 

Afhending - Landsbyggðin 

Við sendum með Íslandspósti á það heimilisfang sem þú gefur upp. Varan berst á pósthús eftir 1-2 virka daga. Flutningskostnaður: 1.000 kr. ef keypt er fyrir 5000 kr. eða minna. 

Auðvelt að hita, auðvelt að nota

Þú getur hitað HEVI Sugaring í örbylgjuofni, vatnsbaði eða  með HEVI hitara. Best er að hita sykurvaxið í u.þ.b. 45-50 gráður sem er mjög þægilegur hiti (aðrar vaxvörur eru oftast notaðar við mun hærra hitastig svo þær geta valdið óþægindum við notkun). Notkunarleiðarvísir er undir flipanum „Leiðbeiningar“.

Svona gerir þú. 

Taktu lokið af hylkinu áður en þú byrjar að hita það.

1000 W fullt hylki: 45 sekúndur*

600 W fullt hylki: 60 sekúndur*

  • Uppgefinn tími er aðeins til viðmiðunar og getur verið misjafn eftir örbylgjuofnum. Sykurvaxið á að vera á þykkt við sýróp. Eftir hitun þarf að hræra vel í því.

MIKILVÆGT – Athugaðu hitann á sykurvaxinu áður en þú smyrð því á.

Sykurvaxið á að vera volgt viðkomu (45-50°C).

Hitun í HEVI hitaranum

Settu HEVI Bodysugaring í HEVI hitarann og stilltu hann á 2.

Sykurvaxið er tilbúið til notkunar eftir u.þ.b. 30-45 mínútur.

  • Má hita aftur og aftur
  • HEVI Sugaring má einnig hita í vatnsbaði.

Hitun í vatnsbaði

Helltu vatni í pott við það viðmið að umbúðir geti staðið á botni pottsins án þess að vatn komist í vöruna.

Láttu vatnið sjóða áður en þú setur hylkið í vatnið.

Þegar vatnið sýður tekurðu pottinn af hellunni og setur HEVI Bodysugaring fyllinguna þína í heitt vatnið.

Hrærðu öðru hverju í sykurvaxinu til að dreifa hitanum jafnt. Sykurvaxið er tilbúið þegar hitinn er milli 45 og 50 gráður. Þú getur athugað hitann t.d. með kjöthitamæli.

Innihaldsefni

Súkrósi *, glúkósi*, frúktósi*, aqua, natríumklóríð..

  • = lífrænt ræktuð efni.
  • 89% allra innihaldsefna eru lífrænt ræktuð.

„Við teljum þessa nýju vöru spennandi og mildan valkost við kemísk háreyðingarefni. HEVI Sugaring hefur auk þess fengið Bláa kransinn frá Astma- og ofnæmissamtökum Danmerkur og það er til marks um hversu einstök og mild varan er og ég mæli eindregið með að neytendur prófi HEVI Sugaring þegar þeir hyggjast fjarlægja óæskileg hár.