Byrjunarpakkinn inniheldur allt sem þú þarft til að byrja að nota Spaða-Sugaring, sem má nota á allan líkamann.
Inniheldur
- Sugaring 600g
- Spaðasett með 10 spöðum
- 100 strimlar
- Púður 50g
Kynntu þér Lúxus byrjunarpakkann sem inniheldur bæði Roll on og Spaða-Sugaring HEVI hitara, sykurvax, púður, strimla og húðvörur.
Afhending / Heimsending - Stór-höfuðborgarsvæðið auk Kjalarness
Við sendum á það heimilisfang sem þú gefur upp við skráningu. Ekið er með sendinguna heim innan 48 tíma frá pöntun. Flutningskostnaður: 1.000 kr. ef keypt er fyrir 5000 kr. eða minna.
Afhending - Landsbyggðin
Við sendum með Íslandspósti á það heimilisfang sem þú gefur upp við skráningu. Varan berst á pósthús eftir 1-2 virka daga. Flutningskostnaður: 1.000 kr. ef keypt er fyrir 5000 kr. eða minna.
Lýsing
Umhverfisvænt sykurvax – árangursrík háreyðing með Sugaring
HEVI Sugaring fjarlægir hárin á varfærinn og árangursríkan hátt og hentar því sérstaklega vel á viðkvæma húð á nárasvæðinu. Öfugt við aðrar vaxmeðferðir eru hárin fjarlægð með sykurvaxi í sömu átt og þau vaxa. Háreyðingin verður þannig sársaukaminni, betri og fallegri því að hárin eru fjarlægð með rót og þau brotna ekki.
Sykurvax er sérstaklega heppilegur og mildur valkostur í staðinn fyrir rakstur, sterk háreyðingarkrem eða hefðbundna vaxmeðferð.
Auðvelt að hita, auðvelt að nota
Þú getur hitað HEVI Sugaring í örbylgjuofni, vatnsbaði eða HEVI hitara. Best er að hita sykurvaxið í u.þ.b. 45-50 gráður sem er mjög þægilegur hiti (aðrar vaxvörur eru oftast notaðar við mun hærra hitastig svo þær geta valdið óþægindum við notkun). Notkunarleiðarvísir er undir flipanum „Leiðbeiningar“.
Svo hreint að það má borða það
Við notum aðeins umhverfisvæn og náttúruleg innihaldsefni. Það gerum við vegna þess að það er betra fyrir líkamann og umhverfið. Hrein innihaldsefni gera Sugaring að vatnsleysanlegri vöru þannig að eftir notkun er auðvelt að þrífa áhöldin með volgu vatni.
Langvarandi árangur
Þegar þú notar Sugaring kippir þú hárunum upp með rót. Þar af leiðandi eru þau lengur að vaxa á ný (4-6 vikur). Þegar þau vaxa koma mjúk ný hár en ekki stífir broddar. Svo að þú heldur mjúkri áferð í langan tíma og þarft ekki að hugsa um háreyðingu dags daglega. Sykurvaxið okkar fjarlægir allar dauðar húðfrumur og húðin verður silkimjúk.
Dragðu úr hættu á inngrónum hárum og sýkingum
Eftir háreyðinguna þarfnast húðin góðrar umhirðu svo að þú komist hjá rauðum bólum og inngrónum hárum. Mikilvægt er að halda svæðinu bakteríulausu, hreinsa það með skrúbbi og veita húðinni raka svo að ný hár eigi auðvelt með að vaxa.
Góð ráð
Til að árangurinn verði sem allra bestur þurfa hárin að vera minnst 3-4 mm á lengd.
Viðvarandi meðferð
- Hárið vex í þremur aðskildum fösum, þess vegna gætirðu upplifað að ný hár sjáist eftir fyrstu meðferð og kannski líða aðeins 2-3 vikur áður en þarf að endurtaka meðferðina en eftir 2-3 meðferðir er hársekkurinn tómur og þá geta liðið allt að sex vikur milli meðferða. Þetta er að sjálfsögðu mismunandi milli persóna.