Hárið og húðin

Hárið

Fjöldi hársekkja á líkamanum er erfðabundinn og hann breytist ekki yfir ævina. Sumir hársekkir eru óvirkir við fæðingu og verða ekki virkir fyrr en við kynþroskaaldur eða vegna annarra hormónaáhrifa, lyfja, streitu o.s.frv. Hárin geta breyst að formi, lit og uppbyggingu og það sést líka við hormónabreytingar, hækkandi aldur eða áhrif lyfja.

Hárið vex í þremur vaxtarfösum og hvert einstakt hár vex í sínum eigin takti. Það er takturinn sem við ætlum að samræma með endurtekinni háreyðingu svo að húðin verði slétt og mjúk og við fáum alveg hárlaus tímabil. Æskilegast er að fjarlægja hárið í vaxtarfasanum. Í vaxtarfasanum (anagen fasa) vex hárið og fær næringu og blóðstreymi. Þegar við fjarlægjum hárið í þessum fasa stöðvast vöxturinn (ofurlítil blæðing getur átt sér stað) og oft má sjá að hársrótin kemur með út. Hársekkurinn skreppur saman og eftir endurteknar háreyðingar myndast færri og færri hár. Þetta mun með tímanum leiða til varanlegrar háreyðingar.

Maður fær ekki fleiri eða grófari hár af háreyðingu. Með notkun Sugaring er reynslan oftast sú að það dregur úr hárvexti því að hárin verða fíngerðari því að hársekkurinn dregst saman og dofnar þegar hárvöxturinn er stöðvaður ítrekað. (varanleg háreyðing). 

Sú trú að hárin verði grófari og dekkri við rakstur o.s.frv. á ekki heldur við rök að styðjast. Hárin eru  stríðari og grófari viðkomu vegna þess að við rakstur eru þau skorin þar sem þau eru þykkust og broddurinn sem eftir er lætur hárið sýnast dekkra.

Við hvert hár er fitukirtill sem veitir hárinu og húðinni fitu. Þessi kirtill verður einstöku sinnum fyrir ertingu við það að hárinu er kippt út svo að þar kemur fram ofurlítil bóla/erting. Þetta sést oftast á efri vör, kinnum og höku. Sumar konur upplifa það aldrei, aðrar í hvert sinn. En ef maður lætur hana eiga sig og sleppir því að kreista eða fikta í bólunni, hverfur hún á 1-2 dögum.

Húðin

Með HEVI Sugaring vinnum við á húðþekjunni og um leið og við fjarlægjum hárin, fjarlægjum við líka dauðar húðfrumur og húðin verður hreinni og frísklegri útlits.

Húðin er stærsta líffærið og er náttúruleg hlíf fyrir allan líkamann, bein og líffæri. Húðin verndar okkur fyrir skaðlegum áhrifum umhverfisins, s.s. kulda, hita, geislum, gegnflæði, sýklum og veirum. Húðin er einnig nauðsynleg fyrir vökvajafnvægi líkamans og hitastýringu.

Ekki má nota Sugaring á skaddaða húð, sólbrennda eða t.d. beint á æðahnúta.

Eftir meðferð er rétt að láta sólböð, sundferðir o.s.frv. bíða í sólarhring, þar sem hársekkirnir eru opnir og móttækilegir fyrir sýklum.

Hlé á meðferð

Fyrsta skipti sem maður fjarlægir hárið er alltaf það versta. Notandinn veit ekki við hverju er að búast, hárin eru kannski aðeins of löng og þau eru mörg. En strax eftir fyrstu meðferð er útkoman góð. Eins og áður sagði þarf að samræma vaxtartakt háranna og kannski er þörf á nýrri meðferð eftir 2-3 vikur af því að það hafa verið hár í hársekknum sem voru að vaxa upp en höfðu ekki náð upp á yfirborð húðarinnar ennþá. Og jafnvel eftir 2-4 daga má hugsanlega finna að ný hár eru að brjótast fram. Strax við aðra meðhöndlun eru hárin færri og þegar orðin fíngerðari.

Eftir 3-4 meðferðir er rétt að mæla með að gera hlé á meðferð í 5-6 vikur. Sumar konur vilja endurtaka meðferðina eftir 4-5 vikur þegar hárin eru aðeins 2-5 mm löng en aðrar geta sjálfsagt beðið í 5-6-7 vikur þar til hárin eru orðin 5-9 mm á lengd. Þetta er mjög mismunandi.

Notendur munu sjá að hárin verða ljósari og fíngerðari og geta því notið þess að vera hárlausar í nokkurn tíma.

Fyrir- og eftirmeðferð húðarinnar

Það er mjög æskilegt að skrúbba bæði líkama og andlit 1-2 sinnum á viku og dagana fyrir háreyðingarmeðferð er gott að skrúbba húðina sérstaklega vel. Það losar um inngróin hár og fjarlægir dauðar húðfrumur sem geta stíflað svitaholur og hindrað að hárin komist út. Þá þarf notandinn ekki að skrúbba húðina fyrstu vikuna eftir Sugaring meðferð en eftir það er gott að gera það 1-2 í viku.

Notið gjarnan HEVI Luxurious Sugar Scrub eða venjulegan skrúbbhanska.

Of löng hár?

Ef hárin eru meira en 1 cm löng er mælt með að stytta þau (t.d. með skeggsnyrti) áður en HEVI Bodysugaring er borið á, því að annars getur meðferðin orðið of sársaukafull.

Heppilegasta lengd háranna er 0,5 cm þegar Sugaring er notað.