Hvaða aðferð á ég að velja? 

Hand-aðferðin 

Er aðferð sem margir meðferðaraðilar eru mjög ánægðir með. Hand-aðferðin krefst menntunar og þjálfunar. Má nota á alla líkamshluta. Gott að nota sem eftirmeðferð eftir Roll On ef hárin fara ekki öll af í fyrstu umferð. Sparar sykurvaxið.

Strimla/spaða-aðferðin 

Það er gott að vinna með þessari aðferð þegar unnið er á minni svæðum. Sérstaklega andliti, handarkrikum eða nárasvæði.

Roll On Sugaring 

Má nota á alla stóra líkamshluta, fótleggi, bak, maga og handleggi. Fljótleg og árangursrík meðferð. Sparar sykurvaxið. Hér þarf þó að nota fleiri strimla en með hand-aðferðinni. 

Best er að blanda öllum 3 aðferðum ef þú vinnur með alls konar háreyðingu. Ef þú vilt ekki beita hand-aðferð skaltu ekki hika því þú getur hæglega veitt alveg jafn góða háreyðingarmeðferð með Roll On og spaða-Sugaring. Það er auðvelt og þú getur tekið netnámskeið í dag og hafist handa á morgun.

Ljúktu ávallt ÖLLUM meðferðum með Pure Benefit Aloe Vera og Body Balm.