Er aðferð sem margir meðferðaraðilar eru mjög ánægðir með. Hand-aðferðin krefst menntunar og þjálfunar. Má nota á alla líkamshluta. Gott að nota sem eftirmeðferð eftir Roll On ef hárin fara ekki öll af í fyrstu umferð. Sparar sykurvaxið.
Undirbúðu húðina með Hreinsi og Púðri
Mótaðu sykurvaxið í kúlu með fingurgómunum. Ýttu kúlunni fram með fingrunum svo að maður getur nánast séð fyrir sér að sykurvaxinu sé ýtt inn undir hárin og það nái góðu taki kringum hárin. Það er mikilvægt að enda með svolitlum „kanti.“
Renndu fingrunum yfir sama stað 2-3 sinnum, svo að ÖLL hárin verði vel þakin.
- Þú vinnur lóðrétt á húðina
Sykurvaxið á að bera á gagnstætt náttúrulegri vaxtarátt hársins.
Haltu húðinni strekktri þegar sykurvaxið er borið á og þegar því er kippt af með því að rykkja hendinni ákveðið aftur. Viðskiptavinurinn getur e.t.v. hjálpað til skv. þínum leiðbeiningum. Því strekktari sem húðin er, því betri verður árangurinn og upplifun viðskiptavinarins.
Strimla/spaða-aðferðin
Það er gott að vinna með þessari aðferð þegar unnið er á minni svæðum. Sérstaklega andliti, handarkrikum eða nárasvæði.
Undirbúðu húðina með Hreinsi og Púðri
Settu spaðann hornrétt á húðina og smurðu eins þunnu lagi af sykurvaxi á og hægt er, á móti vaxtarátt hársins.
Leggðu strimilinn á svæðið og nuddaðu nokkrum sinnum.
Kipptu honum snöggt niður meðfram húðinni – EKKI upp eða frá húðinni.
Strimlinum er kippt af í sömu átt og hárið vex.
- Haltu nokkrum sentimetrum á öðrum enda strimilsins lausum við sykurvax svo að þú hafir eitthvað að halda í.
Þegar strimlinum hefur verið kippt af, skaltu leggja höndina varlega á svæðið, það getur linað sársaukann.
Roll On Sugaring
Má nota á alla stóra líkamshluta, fótleggi, bak, maga og handleggi. Fljótleg og árangursrík meðferð. Sparar sykurvaxið. Hér þarf þó að nota fleiri strimla en með hand-aðferðinni.
Undirbúðu húðina með Hreinsi og Púðri
Settu Roll On hylkið hornrétt á húðina og berðu þunnt lag af Sugaring á húðina á móti vaxtarátt hársins.
Berðu annað lag af Sugaring á sama svæði.
Þér er óhætt að „rúlla“ yfir stærra svæði í einu áður en þú kippir af með strimlum.
Leggðu strimilinn á svæðið og nuddaðu nokkrum sinnum.
Kipptu honum síðan snöggt af niður með húðinni en EKKI upp eða frá húðinni.
Strimlinum er kippt af í sömu átt og hárið vex.
- Haltu nokkrum sentimetrum á öðrum enda strimilsins lausum við sykurvax svo að þú hafir eitthvað að halda í.
Þegar strimlinum hefur verið kippt af, skaltu leggja höndina varlega á svæðið, það getur linað sársaukann.
Mikilvægt
Ef hylkið hefur verið notað og storknað sykurvax situr á rúllunni þarf að „rúlla því af“ á hreinan strimil áður en borið er á viðskiptavininn.
Best er að blanda öllum 3 aðferðum ef þú vinnur með alls konar háreyðingu. Ef þú vilt ekki beita hand-aðferð skaltu ekki hika því þú getur hæglega veitt alveg jafn góða háreyðingarmeðferð með Roll On og spaða-Sugaring. Það er auðvelt og þú getur tekið netnámskeið í dag og hafist handa á morgun.
Ljúktu ávallt ÖLLUM meðferðum með Pure Benefit Aloe Vera og Body Balm.
Use left/right arrows to navigate the slideshow or swipe left/right if using a mobile device
Choosing a selection results in a full page refresh.
Press the space key then arrow keys to make a selection.